Vesen að merkja við ,,sækja pöntun"?

Því miður lítur út fyrir að einhver vandkvæði séu á því að haka við ,,sækja pöntun" svona í fyrstu hjá okkur hér á vefnum. Þegar búið er að fylla út nafn, heimilisfang og tilheyrandi þá er best að haka við ,,fá sent" og þá kemur efst upp flipinn ,, sækja á Stórhöfða" Þá er auðvelt að haka við það, klára pöntun og renna svo til okkar fyrir kl. 18 á Þorláksmessu og sækja.

Unnið er að viðgerð - afsakið þetta.

Opið um hátíðirnar

Við bregðum okkur í gott jólafrí og því verður lokað hjá okkur frá 24. desember til og með 5 janúar.

Vefverslunin er að sjálfsögð opin allan tímann og sendingar fara frá okkur um leið og við mætum aftur til vinnu.

Komdu til okkar á Stórhöfða og fáðu ráðleggingar hjá heilsusérfræðing okkar að bættri heilsu alla virka daga frá kl.11-17

Viltu endurnota flöskur og krukkur sem þú átt nú þegar og fækka umbúðum heima?

Á áfyllingabarnum okkar kennir ýmissa grasa og þar finnur þú flest öll hreinlætisefni sem þú notar við heimilisþrifin eða til persónulegra nota.

Verslun okkar á Stórhöfða 33 er opin alla virka daga frá kl. 11-17 og 11-16 á laugardögum til jóla