Um okkur

...nei, ekki alveg strax um okkur. Fyrst um þig. Af hverju ertu hér, hvað ertu að spá í - umhverfið, minni sóun, handverk, minningar eða öðruvísi gjafir? Langar þig í einstaka gestabók fyrir þínar sérstöku stundir, minningar eða ljóð? Eða ertu kannski að hugsa meira um umhverfið? ... Ef svo er, þá segi ég bara, VÁ, hvað mér líkar vel hvernig þú hugsar ...

Ég heiti Þórunn Björk Pálmadóttir og er líka mikil áhugamanneskja um minni sóun, verndun jarðar og handverk ýmiskonar.

Frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég verið að skapa eitthvað og helst að búa til eitthvað úr hráefni sem öðrum hugnaðist ekki og var hreinlega á leiðinni í ruslið. Sterkasta dæmið um hversu alvarlega ég leit á betri nýtingu ýmissa auðæfa er sennilega þegar æskuvinkona mín var að roðrífa fisk fyrir mörgum árum síðan. Hún tók upp roðið þegar hún var búin og hugsaði ,,skyldi Þórunn geta nýtt þetta eitthvað“.

Nokkrum árum síðar, eða árið 2002 var það svo einmitt roð sem varð fyrir valinu í gestabók sem útbúin var fyrir eitt fermingarbarnið í fjölskyldunni, ásamt endurunnum pappír. Síðan hafa öll börnin - og fleiri, fengið handgerða gestabók í fermingargjöf úr endurunnum pappír... já, og roði.

Bækurnar vöktu mikla eftirtekt fyrir frumlegheit, hráefnisval og lögun, og því var hafist handa við að framleiða gestabækur úr endurunnum pappír, já og roði. Vörulínan hefur aðeins bætt við sig og telur nú þrjár stærðir af bókum og tvær tegundir af myndum. Hráefnið endurvinnum við. Já, ég sagði við. Gleymdi víst að kynna bóndann minn sem leggur iðulega til hjálpahönd, hann Kristján. Við endurvinnum sem sagt bæði pappír sem prýðir kápur bókanna og viðarrammana í myndunum, en í rammana notum við vörubretti sem fá þannig framlengda lífdaga í öðru formi. Bæði bækurnar og myndirnar höfða mikið til erlendra ferðamanna og þeirra sem þora að vera öðruvísi og leiða hugann að jörðinni við val á vörum.

Ekki hika við að vera í bandi ef þú heldur að við getum gert eitthvað fyrir þig.

Afhending - Shipping

Allar vörur eru sendar frá okkur innan þriggja daga frá pöntunarstaðfestingu. Íslandspóstur sér um dreifingu fyrir Mistur.

Your order is shipped with Íslandspóst within three days from your order confirmation.

Fyrir umhverfið - For the environment

Við erum stolt af því að endurvinna hráefni í þær vörur sem við framleiðum sjálf og allar okkar vörur eru umhverfisvænar sem stuðla að minni sóun.

We are proud to recycle and use recycled material for our products and all of our products are environmental friendly.

Verndum og virðum - Protect and respect

Með því að endurvinna hráefni og bjóða upp á vörur sem stuðla að minni sóun leggjum við okkar að mörkum til að vernda þá viðkvæmu náttúru sem umlykur okkur. Við vonum að þú sjáir hag í að tileinka þér hugsun sem stuðlar að minni sóun því það sem þú gerir skiptir máli.

By offering recycled products we aim to protect the fragile nature that surrounds us. We hope you see the benefits in reducing waste, because your actions matter.